Fjöregg sem sumir stjórnmálamenn vilja gambla með

Það er ánægjulegt að ferðamönnum fjölgi og hjálpi þar með við endurreisn landsins.  

Þessi fjölgun hjálpar líka ferðaþjónustunni a.m.k á suðvestur horninu að byggjast upp og verða heils árs atvinnugrein.  En það er skammt á milli feigs og ófeigs og verðlagning hefur gríðarlega mikil áhrif á val ferðamanna hvert fara eigi eins og sjá má á fækkun ferðamanna sem fara til Noregs undanfarin ár.

Ég hugsa til þess með hryllingi ef stjórnvöld hefðu farið þá leið að hækka VSK á gistingu eins og til stóð og þar með tekið gríðarlega áhættu á kostnað ferðaþjónustufyrirtækja ef illa færi..Reyndar á kostnað landsins alls í öflun gjaldeyris sem er okkur svo verðmætur..

Þegar flestir ákveða að fara í frí og eru óbundnir af staðarvali hefur verð fyrir flug og gistingu lang mesta vægið.  Menn nota netið til að leita að hagstæðustu verðum fyrir þessa tvo liði......Hvað annað kostar í landinu kemur svo bara í ljós.... Þetta er amk það sem við fjölskyldan hugsum um þegar við bókum ferðir út.

Ég vona að stjórnmálamenn hætti að nota ferðaþjónustuna og þau gjöld sem "töpuðust" þegar hætt var við hækkun á VSK sem lið í áróðursstríði milli sín því það yrði ekkert grín ef menn ákveða að fara í það veðmál og það tapaðist. 

Ferðaþjónustan er grein sem býr við erlenda samkeppni fyrst og fremst og við verðum að horfa til annarra landa þegar við verðleggjum okkur... Eins og marg oft hefur komið fram eru flest lönd með VSK á gistingu í lægsta þrepi og okkur bar gæfa til þess að gera það líka.. Síðan þá og aðallega eftir hrun hefur ferðamönnum fjölgað mikið.  Ég held að ég geti fullyrt að verðlag hefur mest áhrif á þessa fjölgun og það er mjög auðvelt að snúa þessari þróun við ef óvarlega er farið.

 Hafa stjórnmálamenn leyfi til að gambla þannig með þetta fjöregg ???? 

´ 


mbl.is Ferðaþjónustan heldur hagvextinum uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Eggert Guðmundsson

Höfundur

Ólafur Eggert Guðmundsson
Ólafur Eggert Guðmundsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband